Spurt og svarað
-
Þú velur hámarksupphæð sem hægt er að dæla með applyklinum á sólarhring. Það er jafnframt sú upphæð sem sótt er eftir á kortið þegar þú notar hann. Eingöngu er þó greitt fyrir þá upphæð sem þú dælir, restin af heimildinni fer sjálfkrafa til baka á kortið. Þú getur alltaf breytt heimildinni hér í appinu.
-
Opnaðu appið og smelltu á "dæla". Finndu "Skanna og dæla" miðann á dælunni, skannaðu kóðann eða sláðu inn 5 númera kóðann sem er staðsettur undir honum. Staðfestu að þú sért á réttri dælu og fylltu bílinn.
-
- Þú nærð í appið í app store eða google play undir Atlantsolía.
- Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum, stofnar applykil og stillir hann eftir þínum þörfum.
- Þú skannar QR kóðann á dælunni, staðfestir og byrjar að dæla.
Applykilinn virkar alveg eins og gamli dælulykillinn þinn. Þú færð þinn afslátt*, stillir heimild og eldsneytistegund og færð kvittun í tölvupósti. Í appinu geturðu líka nálgast allar færslur og yfirlit á Mínum síðum eða á www.atlantsolia.is.
*Afslættir gilda ekki í Kaplakrika, Sprengisandi, Öskjuhlíð, Selfossi og Baldursnesi Akureyri - bara okkar lægsta verð.
-
Prófaðu að skanna QR kóðann með símanum eða sláðu inn kóðann fyrir neðan hann.
-
Appið er ný útgáfa af gamla góða dælulyklinum. Ef þú vilt fá afsláttinn þinn, halda utan um notkunina þína og vera viss um að týna aldrei eða gleyma dælulyklinum er appið kjörið fyrir þig.